föstudagur, október 08, 2004

Asia de Cuba...

Systur röltu í bænum á meðan ég var í vinnunni - hitti þær á Kensington High Street eftir vinnu. Þórunn er verslunarnörd... búin að kaupa eina peysu - held að fáir nái jafn lélegu dagsverki ;-) Hildur stóð sig eitthvað betur. Í staðinn fyrir að moka okkur heim tímanlega fengum við okkur drykk á Balans sem gerði það að verkum að við vorum ekki komnar á Asia de Cuba fyrr en um 8 leytið og höfðum þ.a.l. ekki tíma til að fara á Light Bar fyrst, því miður því það er alveg upplifun að koma þar inn fyrir utan að þeir búa til besta Mojito í London!
Asia de Cuba var frábær þó að maturinn væri ekki jafn góður og þegar saumaklúbburinn fór í október í fyrra. Þjónustan þó alveg fyrsta flokks.
Röltum út á Leicester Square eftir matinn og enduðum inná Zoo Bar

fimmtudagur, október 07, 2004

Þórunn og Hildur í heimsókn

Jæja, næstu gestir komu í dag, Þórunn og Hildur voru mættar á Nevern Square um hálf 2 leytið. Skruppum í bæinn, fengum okkur eitthvað smáræði að borða og einn tvo öllara. Systur voru eitthvað smá lúnar þannig að við hristum saman almennilegu salati, opnuðum hvítvínsflösku og borðuðum heima.

miðvikudagur, október 06, 2004

Út að borða með Heide og vinum hennar

Heide á afmæli í dag og smalaði saman nokkrum vinum til að fara út að borða. Hittumst á pöbb við Drummond Street og fórum svo á indverskan veitingastað í sömu götu. Suður indverskur matur er allt öðruvísi en maður er vanur, mun mildari. Í sömu götu er búð sem selur alls kyns krydd og indverska matvöru - svaka girnileg.

þriðjudagur, október 05, 2004

bíó...

Fór í bíó með Guðrúnu Önnu eftir vinnu. Ætluðum að sjá Collateral með Tom Cruise en þá var e-r vitleysa í Metro blaðinu og myndin ekki sýnd kl. 18. Fórum á Wimbledon í staðinn... ekki góð, frekar slöpp rómantísk gamanmynd.

sunnudagur, október 03, 2004

Fína helgin...

18 manna hópur að heiman mætti upp úr kl. 4 á skrifstofuna í smá skoðunarferð áður en farið var út að borða á Embassy Ætlaði að skjótast heim að skipta um föt og púðra á mér nefið en þar sem það hefði tekið einn og hálfan tíma þá lét ég púðrið nægja. Maturinn á Embassy var alveg frábær og ekki skemmdi góð stemning í hópnum. Og ekki verra að í kjallaranum á Embassy er þessi fíni klúbbur. Meiri hluti hópsins rölti þangað niður - aðrir fóru heim á hótel. Og það var ekki amaleg þjónustan á staðnum, fengum sæti afgirt með rauðum kaðli og einkaþjón sem bar í okkur drykkina í löngum bunum... örlátir samstarfsmenn mættu á staðinn og þar sem þeirra uppáhaldsdrykkur er kampavín þá flaut það í stríðum straumum. Var óskaplega fegin að hafa tekið leigubíl heim um 2:30 því þegar heim kom var kampavínið farið að hafa allveruleg áhrif á jafnvægisskynið og sjónina.... skrýtið með kampavín, hvað það hefur undarleg áhrif á mann! Laugardagurinn fór því fyrir lítið - afrekað lítið meira en að sturta mig, borða og skrönglast uppí vinnu að sækja þessa fínu ferðatölvu sem ég er núna búin að nettengja heima. Í gærkvöld fór ég svo út að borða með 8 íslenskum stelpum sem allar búa hér. Borðuðum á Great Eastern Dining Room fínn staður með góðum mat. Kíktum svo á þokkalega súran pöbb í framhaldinu en stoppuðum aðeins of lengi þar því við misstum af síðustu lest heim og þurftum að finna okkur leigubíl í GRENJANDI rigningu!! Það tókst á endanum, sem betur fer, veit ekki hvernig við hefðum endað annars! Var komin heim um 1 leytið, smá te og ristað brauð ásamt smá skammti af S&TC til að ná úr sér hrollinum. Vöknuð upp úr kl. 9 í morgun, þreif gólfin með nýju moppunni, þvoði, tók til og snurfusaði. Skrapp svo á Starbucks í cappuchino og Sunday Times, voða notalegt. Nágrannakona mín á fyrstu hæðinni bauð mér svo í hádegismat sem var fínt því þá losna ég við að elda í kvöld :) Er svo búin að dunda við að setja upp breiðbandstenginguna, skrifa tölvupóst, hlusta á tónlist o.s.frv. Sem sagt, hinn ágætasti sunnudagur.