fimmtudagur, ágúst 14, 2008

Að láta sér detta í hug...

að ætla að endurgera eina frábærustu bíómynd sem gerð hefur verið. Ef ég væri trúuð þá myndi ég jafna þessu við argasta guðlast.

Það þykir sannað að Bretar séu með þeim verri þegar kemur að hegðun og almennum mannasiðum um leið og þeir yfirgefa sitt ástkæra föðurland. Og ég verð nú bara að segja að það kemur mér lítið á óvart því þeir eru lítið skárri innanlands verð ég að segja. Það þykir bara töff að muna ekki hvað gerðist kvöldið áður, æla í handtöskuna sína til að losna við £50 ælusekt í leigubílnum o.s.frv. Þannig að það er ráð að forðast ferðamannastaði sem Bretar flykkast til í stórum hópum!

Annars hefur ýmislegt á daga mína drifið síðan síðast en það verður að bíða betri tíma að skrifa um fríið heima á Íslandi og viku í steikjandi hita í Tyrklandi - reyni þá kannski líka að smella inn nokkrum myndum.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home