miðvikudagur, nóvember 22, 2006

Að brosa eða ekki brosa... það er spurningin

Það getur haft afleiðingar að ganga brosandi um lestarstöðvar Lundúnarborgar. Hvort þær verða alvarlegar eða langvinnar verður að koma í ljós. En ég sem sagt lenti á sjéns á brautarstöðinni minni þegar ég var að koma heim úr vinnunni í kvöld, drulluþreytt eftir leiðinda dag í vinnunni en var að hlusta á frábært lag... 'I wish I was a punk rocker' með Sandi Thom af plötu sem heitir því skemmtilega nafni 'Smile... it confuses people'. Og það greinilega sló greinilega eitthvert manngrey alveg út af lagin að mæta mér svona brosandi. Var komin hálfa leið heim þegar var pikkað í mig... hann sem sagt snéri við og elti mig! Stóðst ekki mitt töfrandi bros! Virtist ágætis grey þannig að ég leyfði honum að bjóða mér uppá rauðvínsglas, spjallaði við hann þá stund sem tók mig að sötra úr glasinu en lét þar við sitja. Honum tókst samt að kría út úr mér númerið mitt - sjáum hvað gerist! Þetta var í það minnsta ósköp gott fyrir egóið ;)

2 Comments:

At 24 nóvember, 2006 09:16, Anonymous Nafnlaus said...

Hei frænka hvað er "emilinn" þinn svo ég get þér snepilinn?

 
At 24 nóvember, 2006 13:55, Blogger Londonia said...

Emillinn minn er í commentinu sem ég sendi þér minn kæri frændi :-) En til að 'spara þér sporin' þá er hann rigning66@hotmail.com

 

Skrifa ummæli

<< Home